Gør som tusindvis af andre bogelskere
Tilmeld dig nyhedsbrevet og få gode tilbud og inspiration til din næste læsning.
Ved tilmelding accepterer du vores persondatapolitik.Du kan altid afmelde dig igen.
Líf Lindsay Boxer, yfirvarðstjóra á morðdeildinni í San Francisco, tekur óvænta stefnu einn mánudagsmorgunn þegar hún fær erfiðar fréttir frá lækninum. Áður en hún nær að meðtaka tíðindin að fullu er hún boðuð á Grand Hyatt hótelið þar sem ung hjón hafa verið myrt með hrottalegum hætti á brúðkaupsnóttina. Við tekur eitt vandasamasta mál ferilsins sem kemur Lindsay í kynni við fréttkonuna Cindy Thomas, yfirréttarlækninn Claire Washburn og yfirréttardómarann Jill Bernhardt sem sameina krafta sína í von um að leysa gátuna.Fyrsta saga bókaseríunnar um Kvennamorðklúbbinn kom út árið 2001 en serían samanstendur af alls 23 bókum sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og notið vinsælda um allan heim. Kvennamorðklúbbinn skipa þær Lindsay Boxer, Cindy Thomas, Claire Washburn og Jill Bernhardt en saman leysa þær dularfull morðmál í heimabæ sínum, San Francisco. James Patterson (1947) er bandarískur rithöfundur. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1976 og hefur skrifað hundruði bóka í kjölfarið. Þótt Patterson sé þekktastur fyrir spennu- og glæpasögur skrifar hann innan fjölbreyttra bókmenntagreina, bæði fyrir börn og fullorðna. Hann er mikilvæg rödd í bókmenningu í Bandaríkjunum og talar gjarnan fyrir mikilvægi lestrar- og skrifkunnáttu barna. Í gegnum árin hefur Patterson veitt skólum, bókasöfnum og sjálfstæðum bókabúðum rausnarlegan stuðning í þágu góðra málefna.
Kvennamorðklúbburinn kemur aftur saman, nú til að takast á við hættulegri glæpamann en þær hafa nokkru sinni áður komist í tæri við.Röð morða í San Francisco virðast ótengd í fyrstu en Lindsay Boxer rannsóknarlögreglukona skynjar fljótt rauða þráðinn sem tengir þau saman. Hún hóar því í Kvennamorðklúbbinn; blaðakonuna Cindy Thomas, aðstoðarsaksóknarann Jill Bernhardt og réttarmeinafræðinginn Claire Washburn og saman uppgötva þær hvað fórnarlömb morðanna eiga sameiginlegt. Morðinginn er með þeim grimmdarlegri sem þær hafa tekist á við, bæði saman og hver í sínu lagi. Mun þeim takast að koma höndum yfir hann?Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga.Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá notendum Goodreads.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.
Í þriðju bókinni um Kvennamorðklúbbinn komast hetjurnar heldur betur í hann krappann. Og ein þeirra á sér leyndarmál sem getur orðið þeim öllum að aldurtila.Rannsóknarlögreglukonan Lindsay Boxer verður vitni að sprengingu og í kjölfarið uppgötvar hún röð morða framin með aðeins þriggja daga millibili. Að venju leitar hún til vinkvenna sinna í Kvennamorðklúbbnum, sem eru boðnar og búnar til að aðstoða hana við að leysa málið. En skyndilega eru morðingjarnir komnir með meðlim Kvennamorðklúbbsins í sjónlínuna og í ljós kemur að ein þeirra geymir leyndarmál sem er svo hræðilegt að þær eru allar í hættu. Hver þeirra skyldi það vera? Mun Kvennamorðklúbburinn lifa af?KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.Bókin fær fjórar og hálfa stjörnu hjá notendum Goodreads.
Í fjórðu bókinni um Kvennamorðklúbbinn er Lindsay Boxer hætt komin – þá kemur sér vel að eiga góðar vinkonur!Rannsóknarlögreglukonan Lindsay Boxer neyðist til að hleypa af byssunni við störf sín og er dregin fyrir dóm í kjölfarið. Til að hreinsa hugann fer hún í frí í litlu sjávarplássi, en endar með að dragast inn í enn eitt morðmálið. Áður en hún veit af er hún farin að aðstoða lögregluna á staðnum með málið, að sjálfsögðu við dyggan stuðning Kvennamorðklúbbsins. Í ljós kemur að málið líkist um margt gömlu máli sem Lindsay vann við í upphafi ferils síns og þá vaknar spurningin: Gæti morðinginn verið einhver sem hún þekkir?KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Maxine Paetro er bandarískur rithöfundur. Hún er best þekkt fyrir bæði stakar bækur og seríur sem hún hefur skrifað með James Patterson. Bókin fær fjórar stjörnur hjá notendum Goodreads.
Í fimmtu bókinni um Kvennamorðklúbbinn leitar Lindsay Boxer að hættulegasta morðingjanum til þessa, sannkölluðum engli dauðans.Nýr meðlimur Kvennamorðklúbbsins, lögfræðingurinn Yuki Castellano, gengur til liðs við Lindsay Boxer til að rannsaka röð dularfullra dauðdaga sem eiga sér stað meðal sjúklinga á sjúkrahúsi. Á sama tíma standa stjórnendur spítalans í hörðu dómsmáli vegna læknamistaka og eru því síður en svo samvinnuþýð. En Lindsay og Yuki eru sannfærðar um að morðinginn sé einn af starfsfólkinu og þær leggja allt í sölurnar til að komast að hinu sanna, enda er mikið í húfi.KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá notendum Goodreads.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Maxine Paetro er bandarískur rithöfundur. Hún er best þekkt fyrir bæði stakar bækur og seríur sem hún hefur skrifað með James Patterson.
Í sjöttu bókinni um Kvennamorðklúbbinn er ein úr hópnum í lífshættu og vinkonurnar leggja allt í sölurnar til að ná sökudólgnum.Lindsay Boxer þarf að leysa ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár ráðgátur og þá kemur sér vel að eiga vinkonur sem sérhæfa sig í að leysa morðmál. Þeim til mikillar skelfingar verður ein þeirra fyrir skoti og meðan hún berst fyrir lífi sínu reynir Kvennamorðklúbburinn að hafa uppi á skotmanninum á sama tíma og þær reyna að komast að því hver er að stela börnum af götum San Francisco. Nú sem aldrei áður reynir á krafta þeirra og hugvit og þá er gott að eiga góða að.KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá notendum Goodreads.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Maxine Paetro er bandarískur rithöfundur. Hún er best þekkt fyrir bæði stakar bækur og seríur sem hún hefur skrifað með James Patterson.
Meðan skógareldar loga í Kaliforníu tekst Lindsay Boxer á við eldana innra með sér.Einhver er að kveikja í heimilum vel stæðra para í úthverfum San Francisco og Kvennamorðklúbburinn er kominn í málið. En málið er flóknara en virðist í fyrstu og Lindsay Boxer þarf að leysa fleiri mál, ekki síst mál málanna, hennar eigin tilfinningar, sem gera henni erfitt fyrir. Nú þarf hún að stóla á vinkonurnar sem aldrei fyrr.KvennamorðklúbburinnKvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá notendum Goodreads.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Maxine Paetro er bandarískur rithöfundur. Hún er best þekkt fyrir bæði stakar bækur og seríur sem hún hefur skrifað með James Patterson.
Tilmeld dig nyhedsbrevet og få gode tilbud og inspiration til din næste læsning.
Ved tilmelding accepterer du vores persondatapolitik.