Bag om Litli Kláus og stóri Kláus
Litli Kláus á einn hest, en stóri Kláus fjóra. Alla daga vikunnar nema sunnudag verður litli Kláus að lána sinn eina hest fyrir plóginn með hestum stóra Kláusar. Á sunnudögum hefur hann þó hópinn fyrir sig og færist kapp í kinn við jarðvinnuna. Hann freistast til að eigna sér hrossin í huganum og í orði, en það getur stóri Kláus ekki þolað og drepur hestinn hans litla Kláusar.
Sársorgmæddur heldur litli Kláus af stað í ferð með hrosshúðina með sér í pokaskjatta. Fyrstu nóttina biðst hann gistingar hjá bændahjónum, sem hann á síðar eftir að leika laglega á. En sú brella er bara sú fyrsta í röð bellibragða sem hann notar til að ná fram hefnd sinni á stóra Kláusi.
Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sagan af Kláusunum tveimur er á yfirborðinu kímileg saga þar sem valdamikið illmenni hlýtur makleg málagjöld. Ofbeldið í sögunni er þó umtalsvert og þeir félagar svífast einskis til að láta bellibrögð sín og fjárgræðgi ná fram að ganga.
Vis mere