Bag om Kalviðir: Rússneskir flóttamenn
Sagan á sér stað dag einn á krá í París þar sem flóttmenn frá Rússlandi koma saman. Einn þeirra er unglingurinn Pavlovitsh, en lesandi fær að skyggnast inn í hugarheim hans og fylgjast með því þegar hann rifjar upp fangavist sína og deilur hans við föður sinn, sem er á leið til Parísar en Pavlovitsh reynir að ákveða hvort hann vilji hitta hann á ný.
Ekki þekkja margir nafn Davíðs Þorvaldssonar þrátt fyrir hæfileika hans og sköpunargáfu sem rithöfundur. Hann lifði stutta ævi vegna veikinda, en gaf út tvö smásagnasöfn, Kalviði og Björn formaður, en það síðarnefndna þýddi hann sjálfur á ensku til útgáfu ásamt því að sögur hans voru birtar í virtu frönsku riti. Verk hans endurspegla gildi Davíðs, sem vildi leggja alþýðunni lið með lýsingum og stíl sagnanna, sem jafnan bera þann boðskap að sá sem þurft hefur að hafa fyrir lífinu er vitrari en sá sem ekkert hefur reynt.
Vis mere