Bag om Forsetaránið
Sögumaður Forsetaránsins er ungur sjómaður sem hefur það að atvinnu að sigla á milli Englands og Suður-Ameríku um aldamótin 1900. Hann lendir í ýmsum ævintýrum, meðal annars mitt í valdabaráttu forseta Mið-Ameríkuríkis. Hetjan okkar gerir sitt besta til að halda heiðri sínum og verða ekki undir í baráttunni, en það reynist erfiðara en hægt er að ímynda sér. Heima bíður hans unnustan, svo honum er mikið í mun að lifa ævintýrið af og komast aftur heim.
Guy Newell Boothby fæddist árið 1867 í Adelaide í Ástralíu. Hann var sonur ástralsks stjórnmálamanns og ferðaðist um Ástralíu þvera og endilanga sem ungur maður, en flutti til Englands eftir að hann gifti sig og gerðist rithöfundur. Einn af lærifeðrum hans í ritlistinni var enginn annar en hinn víðfrægi breski rithöfundur Rudyard Kipling. Eftir Boothby liggur mikill fjöldi spennusagna, sem gerast nær allar í Ástralíu. Guy Boothby lést skyndilega úr lungnabólgu árið 1905 og skildi eftir sig konu, þrjú börn og yfir 50 skáldsögur.
Vis mere